Svifryk yfir mörkum

Lík­ur eru á að styrk­ur svifryks verði yfir mörk­um í Reykja­vík í dag og næstu daga þar sem áfram er spáð hæg­um vindi og þurrviðri í vik­unni og lík­ur eru á svifryks­meng­un næstu daga. Sök­um hlý­viðris er ekki hægt að ryk­binda um­ferðagöt­ur.

Viðkvæm­ir forðist helstu um­ferðargöt­ur

Á vef Reykja­vík­ur­borg­ar kem­ur fram að sól­ar­hrings­mörk svifryks (PM10) eru 50 míkró­grömm á rúm­metra en mæl­ist núna 53. Hæsta hálf­tíma­gildið í dag mæld­ist 118 á Grens­ás­vegi. Sjá má gula meng­un­ar­slikju yfir borg­inni þegar horft er vest­ur. Hún staf­ar af út­blæstri köfn­un­ar­efn­is­sam­banda frá bif­reiðum.

Þeir sem eru með viðkvæm önd­un­ar­færi er ráðlagt að taka til­lit til þessa og forðast helstu um­ferðargöt­ur. Um þess­ar mund­ir eru 35% bif­reiða í Reykja­vík á nagla­dekkj­um sam­kvæmt taln­ingu í des­em­ber.

Svifryk má sam­kvæmt reglu­gerð fara 12 sinn­um yfir heilsu­vernd­ar­mörk í ár. Það hef­ur nú farið 15 sinn­um yfir heilsu­vernd­ar­mörk á sól­ar­hring.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert