Undrast ummæli Gylfa

Steingrímur J. Sigfússon undrast mjög orð Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, um að ríkisstjórnin vinni ekki með samtökunum.

Í Morgunblaðinu í dag segir Gylfi samstarf ASÍ og stjórnvalda hafi verið sett í uppnám á þeim tíma þegar mest ríði á að gott samstarf sé milli stjórnvalda og samtaka launþega.

Hann segir ennfremur að með ólíkindum að ákveðið hafi verið að afnema verðtryggingu persónuafsláttar. Steingrímur J. Sigfússon undrast þessa afstöðu Gylfa.

Hægt er að lesa forsetabréf Gylfa á vef ASÍ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert