Útifundur SÁÁ

Sjúkrastöð SÁÁ að Vogi
Sjúkrastöð SÁÁ að Vogi mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Sáá boða til útifundar á Austurvelli í dag kl. 17 og skora á landsmenn að mæta og sýna þannig samstöðu sína með baráttu samtakanna. Í tilkynningu segir að SÁÁ hafi náð góðum árangri en nú sé hann hins vegar í hættu nái skerðingartillögur fjárlagafrumvarpsins fram að ganga. Þá verði alvarlegt og óbætanlegt skarð höggvið í starf SÁÁ.

Á útifundinum á Austurvelli munu Páll Óskar Hjálmtýsson og Bubbi Morthens syngja kjark og æðruleysi í fundarmenn. Kveikt verður á kertum sem þakklætisvotti fyrir þau líf sem starfsemi SÁÁ hefur bjargað og bætt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka