Vefmyndavél sýnir frá Heklu

Hekla.
Hekla. Morgunblaðið/ÞÖK

Vefmyndavél, sem sýnir beint frá eldfjallinu Heklu, var tekin í notkun í dag. Myndavélin er á Búrfelli, sem er 12 km norð-vestan við Heklu.  Verkefnið er hluti af vöktun Heklu en gert er ráð fyrir að með myndavélinni megi sjá fyrir hugsalega leið hraunrennslis, gosmökks og annað sem geti skipt máli komi til eldgoss. 

Það er öryggismálanefnd Ríkisútvarpsins, sem stendur fyrir  uppsetningu vefmyndavélarinnar í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Fjarska, Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu.

Hægt er að fylgjast með útsendingum frá vefmyndavélinni á heimasíðum Ríkisútvarpsins og almannavarnadeildarinnar.   

Fram kemur á heimasíðu ríkislögreglustjóra, að í síðustu gosum hafi aukin skjálftavirkni verið helsti forboði Heklugosa. Vísindamenn vakti Heklu og sáust forboðar Heklugosanna árin 1991 og 2000 á mælitækjum um 30 - 80 mínútum fyrir gosbyrjun.

Vefmyndavélin 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert