Allt að því lýðskrum

mbl.is/Heiðar

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar í efna­hags- og skatta­nefnd Alþing­is segja að stjórn­ar­frum­varp um að kjararáði verði bannað út næsta ár að hækka laun þeirra, sem falla und­ir úr­sk­urðar­vald þess, sé allt að því lýðskrum. Vilja þing­menn­irn­ir vísa mál­inu frá.

Í nefndaráliti þing­manna Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Hreyf­ing­ar­inn­ar seg­ir að all­hörð gagn­rýni hafi komið fram á frum­varpið. Segja þing­menn­irn­ir að með því sé vegið að sjálf­stæði dómsvalds, það sé glapræði að halda dóm­ara­stétt­inni í gísl­ingu og ógn við réttarör­yggið.

Þá sé verið að eyðileggja launa­kerfi rík­is­ins því að kjararáð taki hvort sem er mið af launaþróun. Verið sé að taka ákvörðun­ar­valdið úr hönd­um rétt­bærra fagaðila og færa það inn í sali Alþing­is þar sem önn­ur sjón­ar­mið ráði.

Einnig sé gengið hættu­lega nærri sam­keppn­is­hæfni lands­ins hvað varðar viðkom­andi starfs­stétt­ir og lík­legt að ráðstöf­un­in geti komið losi á starfs­menn sem hún nær til.  Nafn­laun á al­menn­um markaði hafi hækkað und­an­farið og skjóti það mjög skökku við að viðhalda launa­lækk­un sem ákvörðuð var fyrr á þessu ári. Lík­legt sé að starfs­menn leiti á önn­ur mið, sér­stak­lega þar sem álag á þess­ar stétt­ir hafi í mörg­um til­fell­um marg­fald­ast í kjöl­far hruns­ins.

Loks segja þing­menn­irn­ir, að málið sé ekki ein­ung­is tákn­ræn aðgerð rík­is­stjórn­ar­inn­ar held­ur allt að því lýðskrum. „ Það er óá­sætt­an­legt að fag­mennska sé virt að vett­ugi í viðleitni stjórn­valda við að slá ryki í augu fólks. Ef það er ein­læg­ur ásetn­ing­ur stjórn­valda að viðhalda launa­lækk­un­inni í krafti þess að hún sé tákn­ræn legg­ur minni hlut­inn til að þing­menn verði tekn­ir út úr kjararáði og laun þeirra meðhöndluð á þann tákn­ræna hátt sem rík­is­stjórn­inni þykir best henta í ímynd­ar­bar­áttu sinni en aðrar stétt­ir verði ekki dregn­ar inn í hana. Slíkt kæmi til móts við mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar en stefndi ekki launa­kerfi rík­is­ins í voða. Auk þess sem hætt­an á spekileka yrði þá minnkuð," seg­ir í nefndarálit­inu. .

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert