Andlát: Egill Egilsson

Egill Egilsson
Egill Egilsson mbl.is

Egill Egilsson, rithöfundur og kennari, er látinn, 67 ára að aldri.

Egill fæddist á Grenivík 15. október 1942. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Guðmundsdóttir húsmóðir og Egill Áskelsson bóndi.

Egill lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1962 og prófi í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1971. Hann kenndi við Kaupmannahafnarháskóla og danska menntaskóla 1969-1972 og gegndi rannsóknarstöðu við Niels-Bohr-stofnunina 1972 til 1975. Þá flutti hann heim og kenndi eðlisfræði við MR og Háskóla Íslands frá árinu 1976.

Egill Egilsson var rithöfundur frá árinu 1976. Eftir hann liggja skáldsögurnar Karlmenn tveggja tíma, 1977, Sveindómur, 1979, Pabbadrengir, 1982, Spillvirkjar, 1991, og Sendiboð úr djúpunum, 1995. Þá skrifaði hann nokkur rit um eðlisfræði og skrifaði og þýddi greinar um vísindi og tækni í Morgunblaðið frá 1988.

Eftirlifandi eiginkona Egils er Guðfinna Inga Eydal sálfræðingur. Þau eignuðust þrjú börn, Hildi Björgu, Ara og Bessa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka