Bjarki segist ætla að berjast áfram

Bjarki Steingrímsson
Bjarki Steingrímsson

Bjarki Steingrímsson, stjórnarmaður og fyrrverandi varaformaður VR, segist munu
halda baráttunni sinni áfram af fullum krafti fyrir hag félagamanna og siðbót í verkalýðsbaráttunni, þrátt fyrir vantrauststillögu sem var samþykkt fyrr í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér. 

Þar kemur einnig fram að hann hyggist boða til blaðamannafundar öðru hvoru megin við komandi helgi þar sem hann ætlar að upplýsa félagsmenn VR um næstu skref sín. 

„VR mun breytast úr leynifélagi í alvöru verkalýðsfélag sem snýst fyrst og fremst um hinn almenna félagsmann. Því miður hafa of margir í stjórn félagsins tekið sér stöðu með ríkjandi öflum og ákveðið að kóa með í stað þess að vinna fyrir hag félagsmanna.

Vil ég benda á að ræðu mína sem fyllti mæli stjórnarmanna og ég hélt á Austurvelli nýverið er hægt að nálgast á www.hjariveraldar.is. Einnig vil ég vekja athygli á að ég hef þegið boð um að flytja ræðu næstkomandi laugardag á kröfufundi á Austurvelli,“ skrifar Bjarki í yfirlýsingu sinni. 





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert