Ekki vopnaður byssu heldur vasaljósi

Lögreglumenn við Byggðarenda í dag.
Lögreglumenn við Byggðarenda í dag. mbl.is

Meintum byssumanni hefur verið sleppt úr haldi lögreglunnar þar sem í ljós hefur komið að um misskilning hafi verið að ræða. Er talið að maðurinn sem handtekinn var í Fossvoginum í hádeginu sé meindýraeyðir sem var vopnaður vasaljósi ekki byssu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðist sem að á sama tíma og meindýraeyðirinn var að störfum í garðinum hafi par sem var inni í húsinu við Byggðaenda verið að horfa á myndband í heimabíói. Eru skothvellirnir sem lögregla heyrði raktir til myndarinnar sem þau voru að horfa á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert