Gagnrýna skýrslu um Álftanes

Samkvæmt skýrslu um fjármál sveitarfélagsins nema skuldbindingar vegna íþróttamannvirkja um …
Samkvæmt skýrslu um fjármál sveitarfélagsins nema skuldbindingar vegna íþróttamannvirkja um þremur milljörðum. Framkvæmdirnar voru ákveðnar í árslok 2006 en þá stefndi í verulegan taprekstur sveitarfélagsins. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Tveir bæjarfulltrúar Á-listans á Álftanesi gera margvíslegar athugasemdir við skýrslu um fjármál sveitarfélagsins. Réttara sé að tala um að skuldir og skuldbindingar séu um fjórir milljarðar. Þá eigi sveitarfélagið lönd og lóðir sem megi selja á næstu árum fyrir tvo milljarða.

Í skýrslunni sem unnin var af R3-ráðgjöf kemur m.a. fram að skuldir og skuldbindingar, miðað við núverandi gengi, nemi um 7,4 milljörðum. Í ítarlegum athugasemdum Sigurðar Magnússonar, fyrrverandi bæjarstjóra og Kristínar Fjólu Bergþórsdóttur, bæjarfulltrúa, er þessi „framsetning“ gagnrýnd. Nákvæmni skorti og ekki sé getið um margskonar hagræði og tekna sem bæjarsjóður njóti vegna þessara skuldbindinga. Því sé réttara að tala um að skuldir sé 4 milljarðar og að hluti muni gagna til baka með styrkingu krónunnar.

Ætti að selja lóðir fyrir tvo milljarða

Þá segir í athugasemdunum að þegar horft sé til skuldsetningar verði einnig að taka tillit til þess að sveitarfélagið eigi „eignir í löndum og lóðum fyrir u.þ.b. tvo milljarða, sem gert er ráð fyrir að verði seldar á næstu árum og skuldir lækkaðar.“ Lóðir og lönd sem bæjarfulltrúarnir benda á eru við Norðurnesveg og við Bjarnastaði. Þau séu metin í bókhaldi bæjarsins á 300-400 milljónir en söluandvirði sé nær því að vera 2-2,5 milljarðar. 

Í skýrslunni sé heldur ekkert getið um að við stærri fjárfestingaákvarðanir hafi verið kallað eftir sérfræðiálit, skuldþolsútreikningum og afleiðingum af ákvörðunum fyrir bæjarsjóð. 

Sömuleiðis er ítrekuð sú krafa Á-listans að framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði leiðrétt enda skýlaust réttlætismál. Á Álftanesi sé mjög hátt hlutfall íbúa ungmenni á skólaaldri og með réttu ættu framlög úr sjóðnum því að vera hærri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert