Handtökur eftir skothvelli

Vopnaðir sérsveitarmenn bíða átekta við Byggðarenda.
Vopnaðir sérsveitarmenn bíða átekta við Byggðarenda.

Sérsveit lögreglunnar handtók tvo einstaklinga í húsi við Byggðarenda í Bústaðahverfi um klukkan 12 eftir að tilkynnt hafði verið um skothvelli í hverfinu. Að sögn blaðamanns mbl.is á staðnum kom karlmaður sjálfviljugur út úr húsi og var handtekinn í kjölfarið.

Tilkynnt var um vopnaðan mann í garði við Byggðarenda klukkan 11 í morgun. Lögreglumenn, sem komið höfðu sér fyrir á sjónpósti, urðu varir við hreyfingu í garðinum og töldu sig heyra  hvell sem að hugsanlega gæti verið skothvellur. 

Lögreglan segist ekki geta staðfest að fólkið hafi verið vopnað  en verið er að flytja það á lögreglustöð. Hefur viðbúnaðarástandi verið aflétt.

Lögreglumenn hafa áður komið að þessu húsi  vegna vegna ofbeldismála. 

Vopnaðir sérsveitarmenn á vettvangi í Byggðarenda í dag.
Vopnaðir sérsveitarmenn á vettvangi í Byggðarenda í dag. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert