Milljarð vantaði í ársreikning

Ný sundlaug var vígð á Álftanesi fyrr á árinu.
Ný sundlaug var vígð á Álftanesi fyrr á árinu. Árni Sæberg

Í skýrslu um rann­sókn á fjár­reiðum og rekstri sveit­ar­fé­lags­ins Álfta­ness eru kynnt­ar „fyrstu hug­mynd­ir“ um mögu­lega hagræðingu. Meðal til­lagna er að leik­skól­arn­ir tveir verði sam­einaðir, al­menn­ings­bóka­safni lokað, fram­lag til dag­mæðra minnkað og starf­semi tón­list­ar­skól­ans lögð niður tíma­bundið.

Skýrsl­an var unn­in að af R3-Ráðgjöf fyr­ir eft­ir­lits­nefnd með fjá­mál­um sveit­ar­fé­laga eft­ir að ljóst varð að fjár­mál Álfta­ness voru í mikl­um ólestri. 

Sparnaðar­til­lög­urn­ar sem þar koma fram eru að sönnu rót­tæk­ar. Þá er lagt til að 15% álag verði sett á út­svar og að fast­eigna­skatt­ar verði hækkaðir upp að há­marki. Jafn­framt er tekið fram að þrátt fyr­ir hærri skatta og mik­inn sparnað „sé vand­séð að að Sveit­ar­fé­lagið Álfta­nes geti orðið sjálf­bært nema til komi veru­leg­ur ut­anaðkom­andi stuðning­ur.“

Aðrar sparnaðar­til­lög­ur eru m.a. að starf­semi tækni­deild­ar verði sinnt af verk­fræðistofu, at­vinnu­mála­nefnd verði felld niður, styrk­ir til meist­ara­flokks ung­menna­fé­lags­ins verði felld­ir niður og breytt verði viðmiði um há­marks­fjölda í bekkj­um. Þá verði fræðslu­stjóra og leik­skóla­full­trúa sagt upp og í staðinn ráðinn einn ódýr starfsmaður.

Gerðu ekki grein fyr­ir leigu­samn­ing­um

Í skýrsl­unni er ít­ar­lega fjallað um leigu­samn­ing sveit­ar­fé­lags­ins við fast­eigna­fé­lagið Fast­eign en Álfta­nes leig­ir af því sund­laug og íþrótta­hús. Leigu­greiðslurn­ar eru færðar sem skuld­bind­ing utan efna­hags í árs­reikn­ing­um sveit­ar­fé­lags­ins. Í skýrsl­unni kem­ur fram að svo virðist sem skuld­bind­ing vegna viðbygg­ing­ar við íþrótta­hús og sund­laug­ar­mann­virki sé van­tal­in í árs­reikn­ingi árið 2007. Miðað við gengi og vísi­tölu megi reikna með að skuld­bind­ing­in hafi í árs­lok árið 2007 numið liðlega 800 millj­ón­um króna. Til viðbót­ar hafi í nóv­em­ber 2007 verið und­ir­ritaður samn­ing­um um leigu lóðar­inn­ar sem íþrótta­mann­virk­in standa á en með hon­um skuld­batt sveit­ar­fé­lagið sig til að leigja lóðina í 30 ár. Nú­virt skuld­bind­ing í árs­lok 2007 nam um 250 millj­ón­um. 

Sam­tals er hér um að ræða skuld­bind­ingu sveit­ar­fé­lags­ins Álfta­ness um liðlega einn millj­arð króna sem ekki var getið um í skýr­ing­um með árs­reikn­ingi 2007, seg­ir í skýrsl­unni. 

Boðað til íbúa­fund­ar

 Boðað hef­ur verið til íbúa­fund­ar annað kvöld, fimmtu­dags­kvöldið 17. des­em­ber í Íþrótta­hús­inu. Fund­ur­inn hefst klukk­an 20. Skýrsl­una má m.a. nálg­ast hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert