Næstsíðasti úthlutunardagur Fjölskylduhjálpar Íslands fyrir jólin er í dag. Segir í tilkynningu frá Fjölskylduhjálpinni að ljóst sé að margir eiga erfitt þessa dagana og klukkan 10:00 í morgun byrjaði fólk að safnast saman fyrir utan húsakynni Fjölskylduhjálparinnar, þótt úthlutunin hefjist ekki fyrr en klukkan 15:00.
Biður Fjölskylduhjálpin þá sem eru aflögufærir að leggja henni lið svo allir geti átt gleðileg jól, að því er segir í tilkynningu.