Þyrfti að skera niður um 70%

Frá Álftanesi
Frá Álftanesi mbl.is/Golli

Til að sveitarfélagið Álftanes gæti staðið undir rekstri og borgað af lánum sem koma á gjalddaga á næsta ári, þyrfti það að skera niður um 900 milljónir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Þessi upphæð jafngildir um 70% af rekstrarútgjöldum sveitarfélagsins árið 2008. Slíkur niðurskurður er auðvitað ómögulegur eigi sveitarfélagið að standa undir lögbundinni þjónustu og því hlýtur að vera ljóst að ríkið verður að koma að málum með einhverjum hætti.

Þá standa Álftnesingar nú að öllum líkindum frammi fyrir því að álag verði sett á hámarksútsvar og að gjöld verði hækkuð. Jafnframt er ljóst að skera verður niður í rekstri bæjarsjóðs en mikill halli hefur verið á rekstri hans.

Í fyrrnefndri skýrslu kemur fram að skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs nema um 7,4 milljörðum króna. Þar af eru um þrír milljarðar svonefndar skuldbindingar utan efnahags en þær stafa einkum af langtímasamningum vegna nýrra og glæsilegra íþróttamannvirkja.

Þurftu neyðarhjálp

Kristján L. Möller samgönguráðherra segir að staða sveitarfélagsins gefi aukið tilefni til að endurskoða reglur um fjármál sveitarfélaga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert