10% álag á útsvar á Álftanesi

Frá Álftanesi
Frá Álftanesi mbl.is/Golli

Samkvæmt samkomulagi bæjarstjórnar á Álftanesi og samgönguráðuneytisins skuldbindur bæjarstjórn Álftaness sig til að leggja á 10% álag á útsvar á árinu 2010 og álagning fasteignaskatts á íbúðarhús verður hækkuð upp í 0,4% úr 0,28%.

Unnið verður að hagræðingu, dregið úr útgjöldum og þjónustutekjur auknar. Skuldbindingar, þ.m.t. vegna rekstrarleigusamninga verða skoðaðar með tillit til möguleika á lækkun, kannað verður hvort hægt sé að hætta við framkvæmdir sem eru komnar skammt á veg. Allir samningar sveitarfélagsins verða skoðaðar ofan í kjölinn.

Þá mun bæjarstjórn nú þegar hefja viðræður við önnur sveitarfélög um hugsanlega sameiningu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert