70% vilja hafna Icesave

Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda sem greiddi atkvæði í þjóðarkosningu Eyjunnar.is um ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingunum, vill að Alþingi synji ríkisábyrgðinni.

Samtals kusu 7454. Atkvæði féllu þannig að 5188 (69,6%) vildu að Alþingi synjaði ríkisábyrgð á Icesave-samkomulaginu, 2144 (28,8%) vildu að Alþingi samþykkti ríkisábyrgð og 122 (1,6%) tóku ekki afstöðu.

Spurningin, sem lögð var fyrir kjósendur, var: „Vilt þú að Alþingi samþykki eða synji ríkisábyrgð á Icesave-samkomulaginu við Breta og Hollendinga?“ Svarmöguleikar voru þrír: „Alþingi samþykki ríkisábyrgð“, „Alþingi synji ríkisábyrgð“ og „Tek ekki afstöðu.“

Niðurstöður kosningarinnar voru birtar á vefnum Eyjunni nú á sjötta tímanum í kvöld.

Mynd / Eyjan.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka