70% vilja hafna Icesave

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti kjós­enda sem greiddi at­kvæði í þjóðar­kosn­ingu Eyj­unn­ar.is um rík­is­ábyrgð á Ices­a­ve-skuld­bind­ing­un­um, vill að Alþingi synji rík­is­ábyrgðinni.

Sam­tals kusu 7454. At­kvæði féllu þannig að 5188 (69,6%) vildu að Alþingi synjaði rík­is­ábyrgð á Ices­a­ve-sam­komu­lag­inu, 2144 (28,8%) vildu að Alþingi samþykkti rík­is­ábyrgð og 122 (1,6%) tóku ekki af­stöðu.

Spurn­ing­in, sem lögð var fyr­ir kjós­end­ur, var: „Vilt þú að Alþingi samþykki eða synji rík­is­ábyrgð á Ices­a­ve-sam­komu­lag­inu við Breta og Hol­lend­inga?“ Svar­mögu­leik­ar voru þrír: „Alþingi samþykki rík­is­ábyrgð“, „Alþingi synji rík­is­ábyrgð“ og „Tek ekki af­stöðu.“

Niður­stöður kosn­ing­ar­inn­ar voru birt­ar á vefn­um Eyj­unni nú á sjötta tím­an­um í kvöld.

Mynd / Eyj­an.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert