„Ég tek ekki þátt í þessu“

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson mbl.is/Heiðar

„Ég tek ekki þátt í þessu,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í lagafrumvarpi þar sem gert er ráð fyrir að bætur almannatrygginga hækki ekki samkvæmt verðlagi. 

„Ég geri mér grein fyrir að það myndi hafa verulegan kostnaðarauka í för með sér. Engu að síður hefði ég viljað sjá í frumvarpinu að þetta yrði ekki gert og það væri farið eftir lögum. Þannig að ég ætla að sitja hjá um þetta.“

Stuttu síðar gerði Guðmundur einnig athugasemdir við enn frekari skerðingu á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. „Ég legg til að þessi grein verði felld brott. Það er búið skera nóg niður í Fæðingarorlofssjóði. Vissulega vantar milljarð upp á það að fjármagna Fæðingarorlofssjóð eins og hann er, en Fæðingarorlofssjóður á að fá sérstakan tekjustofn. Það þarf einfaldlega að stækka þann tekjustofn til að verða við fjárþörf sjóðsins. Hann er þegar berstrípaður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert