Ríkisendurskoðun telur að það sé andstætt grunnforsendum reikningsskila að færa fyrirframgreiðslur stóriðjufyrirtækja á tekjuskatti til tekna, greiðslurnar séu í eðli sínu lánveiting.
Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, óskaði eftir áliti Ríkisendurskoðunar á möguleikum til tekjufærslu á fyrirframgreiddum sköttum. Gert var ráð fyrir slíkum greiðslum fjögurra stóriðjufyrirtækja í samningi ríkisins við Samtök iðnaðarins og síðar í fjárlagafrumvarpi. Fékk formaður nefndarinnar minnisblað Ríkisendurskoðunar 11. nóvember þar sem fram kemur að ekki sé rétt að færa þessar fyrirframgreiðslur til tekna.
Þegar frumvarp iðnaðarráðherra um þetta mál var rætt á þingi í fyrrakvöld gagnrýndu stjórnarandstæðingar fyrirhugaða tekjufærslu.Nánar í Morgunblaðinu í dag.