Ellefu tilboð undir kostnaðaráætlun

Gert er ráð fyrir að siglingar hefjist frá Landeyjahöfn næsta …
Gert er ráð fyrir að siglingar hefjist frá Landeyjahöfn næsta sumar.

Alls bárust 27 tilboð í smíði farþegahúss í Landeyjahöfn en tilboðin voru opnuð hjá Siglingastofnun í dag. Ellefu tilboð voru undir kostnaðaráætlun sem nam  111,4 milljónum króna.

Lægsta tilboðið var frá SÁ verklausnum, rúmar 96,7 milljónir króna eða um 86,5% af kostnaðaráætlun. Hæsta tilboðið var frá Geirnaglanum, rúmar 186 milljónir, eða um 68% yfir kostnaðaráætlun.

Um er að ræða 316 m² steinsteypta byggingu á tveimur hæðum og á verkinu að vera lokið fyrir 1. júlí á næsta ári. 

Heimasíða Siglingastofnunar

Teikning af farþegahúsinu.
Teikning af farþegahúsinu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert