Gagnrýna ríkisstjórnina harðlega

Samtök atvinnulífisins gagnrýna harðlega frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórn fiskveiða. Segja samtökin frumvarpið ganga þvert á fyrirheit ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð stöðugleikasáttmálans og slík vinnubrögð séu á engan hátt ásættanleg gagnvart Samtökum atvinnulífsins.

  Þetta kemur fram í umsögn SA sem frumvarp til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða nr.116/2006 (174. mál) er harðlega gagnrýnt. SA leggja til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar eða að það verði ekki afgreitt úr nefnd.

Hér er hægt að lesa um athugasemdir SA

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert