Hægt er að nota peninga skattgreiðandans í margt

Í skriflegum svörum forsætisráðherra við fyrirspurnum þingmanna Framsóknarflokksins, sem birt voru í fyrradag, var farið yfir kostnað á þessu ári vegna verktakavinnu fyrir ráðuneyti og embætti forseta Íslands. Þar kenndi ýmissa grasa og er hér leitast við að skýra nokkur atriði.

Nýtt land ehf., félag í eigu Karls Th. Birgissonar, fékk 180 þúsund krónur vegna greinaskrifa í Morgunblaðið og ræðuskrifa. Þau svör fengust í ráðuneytinu að verkið hefði verið unnið í tíð Björgvins G. Sigurðssonar, í janúar.

Aðspurður sagði Björgvin að hann hefði fengið Karl til að draga saman gögn í efnisgrunn, m.a. um Evrópumál og gjaldmiðilsmál. Þennan grunn hefði Björgvin sem ráðherra notast við þegar hann skrifaði tvær greinar í Morgunblaðið og nokkrar ræður. Björgvin sagði af sér ráðherraembættinu í lok janúar og notaði grunninn því ekki lengi.

Var ekki aðstoðarmaður ráðherra þá

Einnig kom fram að embætti forseta Íslands hefði fengið Alþjóðaver, félag í eigu Kristjáns Guys Burgess, til að vinna þrjú verkefni fyrir sig og greitt því ríflega milljón króna fyrir. Kristján er aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Aðspurður segir Kristján að þau verk hafi verið unnin á árinu 2008, en hann varð ekki aðstoðarmaður ráðherra fyrr en í febrúar á þessu ári. Verkefnin hafi komið til því Alþjóðaver hafi áður unnið fyrir forsetann, meðal annars að skýrslu um jarðhitamál fyrir fund forsetans með bandarískri þingnefnd.

Lúðvík látinn ljúka því sem hann byrjaði á

Iðnaðarráðuneytið greiddi Bona fide, lögfræðistofu í eigu Lúðvíks Bergvinssonar, fyrrverandi þingmanns, 560 þúsund krónur fyrir vinnu við frumvarp til nýrra vatnalaga. Skýring ráðuneytisins er sú að Lúðvík var formaður nefndar, sem skipuð var af þingflokkum og ráðuneyti á sínum tíma og skilaði fyrstu skýrslu um málið. Í lok árs 2008 var Lúðvík fenginn í nefnd til að semja frumvarpsdrög upp úr þeirri skýrslu og vann hann að því eftir að hann lét af þingmennsku. Drögunum var skilað í ágúst. Svo var skipuð ný nefnd, undir formennsku Lúðvíks. Hún hafði samráð við helstu hagsmunaaðila um frumvarpið og skilaði því svo af sér til ráðuneytis í lok nóvember.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert