Hægt er að nota peninga skattgreiðandans í margt

Í skriflegum svörum forsætisráðherra við fyrirspurnum þingmanna Framsóknarflokksins, sem birt voru í fyrradag, var farið yfir kostnað á þessu ári vegna verktakavinnu fyrir ráðuneyti og embætti forseta Íslands. Þar kenndi ýmissa grasa og er hér leitast við að skýra nokkur atriði.

Nýtt land ehf., félag í eigu Karls Th. Birgissonar, fékk 180 þúsund krónur vegna greinaskrifa í Morgunblaðið og ræðuskrifa. Þau svör fengust í ráðuneytinu að verkið hefði verið unnið í tíð Björgvins G. Sigurðssonar, í janúar.

Aðspurður sagði Björgvin að hann hefði fengið Karl til að draga saman gögn í efnisgrunn, m.a. um Evrópumál og gjaldmiðilsmál. Þennan grunn hefði Björgvin sem ráðherra notast við þegar hann skrifaði tvær greinar í Morgunblaðið og nokkrar ræður. Björgvin sagði af sér ráðherraembættinu í lok janúar og notaði grunninn því ekki lengi.

Var ekki aðstoðarmaður ráðherra þá

Lúðvík látinn ljúka því sem hann byrjaði á

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert