Meðan flest sveitarfélög halda að sér höndum er stefnan tekin á framkvæmdir í Hvalfjarðarsveit. Framundan er bygging nýs Heiðarskóla fyrir um 650 milljónir króna.
Hluta af byggingarkostnaði á sveitarfélagið í reiðufé, hluti verður greiddur með eignum úr safni og minnstur hluti byggingarkostnaðar verður fjármagnaður með lántökum.
Sveitarfélagið á ýmsar eignir og sérstakt veðmætamat fór fram á nokkrum þeirra og voru þær metnar á 421 milljón króna. Verktakar sem taka þátt í útboðinu um byggingu skólans skuldbinda sig til að taka eignir fyrir 180 milljónir úr þessu eignasafni sem greiðslu og reyndar er verktaka heimilt að taka allar þessar eignir fyrir 421 milljón sem greiðslu.Verktaki skuldbindur sig til að taka yfir raðhúsalengju við gamla Heiðarskóla að upphæð 36 milljónir. Síðan getur hann valið eignir eins og gamla Heiðarskóla að upphæð 111 milljónir, hluta úr landi jarðarinnar Stóru Fellsöxl sem er metinn á 145 milljónir, námu og námuréttur fyrir 109 milljónir og félagsheimilið Fannahlíð upp á 42 milljónir.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.