3 ára fangelsi fyrir nauðgun

Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt karlmann í 3 ára fangelsi fyrir nauðgun í ágúst á síðasta ári. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konu, sem hann nauðgaði, 1,5 milljónir króna í bætur.

Kona kom á lögreglustöðina á Blönduósi í ágúst á síðasta ári og sagði að maður hefði nauðgað sér á heimili hans skömmu áður. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið og sat í gæsluvarðhaldi í fjóra daga vegna málsins. Fram kom á sínum tíma, að konan og maðurinn unnu saman og var konan undirmaður mannsins. 

Maðurinn neitaði sök en sagðist hafa verið mjög ölvaður þetta kvöld og lítið sem ekkert muna.  Héraðsdómur segir hins vegar að framburður konunnar hafi verið einkar trúverðugur og stöðugur og gögn málsins styðji hann.

Héraðsdómur segir í niðurstöðu sinni, að brot mannsins sé  alvarlegt og hafi beinst að kynfrelsi konunnar. Þá hafi hann misnotað sér traust sem hún bar til hans. Þá segir dómurinn ljóst,  að kynferðisbrot séu almennt til þess fallin að valda þeim sem fyrir verði sálrænum erfiðleikum en vottorð um líðan konunnar eftir atvikið hafi ekki verið lögð fram í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert