Akureyri hefur tapað mestum kvóta

Ak­ur­eyri hef­ur tapað mest­um fisk­veiðikvóta í þorskí­gild­um talið á und­an­förn­um 10 árum en Reykja­vík hef­ur bætt mest við sig. Þetta kem­ur fram í svari sjáv­ar­út­vegs­ráðherra við fyr­ir­spurn á Alþingi.

Sig­mund­ir Ern­ir Rún­ars­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði ráðherra hvaða byggðarlög hafi aukið mest við sig fisk­veiðikvóta á síðustu 10 árum og hvaða byggðarlög hafi tapað mest­um fisk­veiðikvóta á sama tíma.

Af töfl­um í svar­inu má ráða, að hlut­deild Ak­ur­eyr­ar sem heima­höfn veiðiskipa, hafi dreg­ist sam­an um um 5,4 pró­sent­ur í út­hlut­un á afla­heim­ild­um í þorskí­gildist­onn­um milli fisk­veiðiár­anna 2000/​2001 og 2009/​2010. Hlut­deild Reykja­vík­ur hef­ur á sama tíma auk­ist um 5,1 pró­sentu.

Reykja­vík er nú með 13,9% af út­hlutuðum kvóta, Vest­manna­eyj­ar eru með 10,5% og hef­ur hlut­deild þeirra auk­ist um 2,8 pró­sent­ur und­an­far­inn ára­tug; og Grinda­vík er með 9,8% og hef­ur hlut­deild­in auk­ist um 3,9 pró­sent­ur. Hlut­deild Ak­ur­eyr­ar er 4,8% en var 10,2% fyr­ir ára­tug.

Svar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert