Garður kaupir Útskálajörðina

Útskálakirkja
Útskálakirkja mbl.is/Helgi Bjarnason

Sveitarfélagið Garður keypti í dag kirkjujörðina Útskála af Kirkjumálasjóði. Undanskilið í sölunni voru lóðir undir prestssetur, safnaðarheimili, kirkju og kirkjugarð.

Útskála er fyrst getið um 1200 og hefur kirkja verið samfellt á staðnum frá þeim tíma. Þar er einnig eitt elsta prestsetur landsins, sem nú er í eigu félags um uppbyggingu Útskála.

Jörðin er rúmlega 70 hektarar og nær meðal annars yfir hinn forna garð sem bæjarfélagið Garður er kenndur við og Garðskagavita. Sveitarfélagið hafði áður eignast hluta jarðarinnar.

Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri undirritaði kaupsamninginn f.h. Sveitarfélagsins í dag og Guðmundur Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri kirkjuráðs f.h. Kirkjumálasjóðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert