Ísland minnki losun um 30% frá 1990

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Svandís Svavars­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra hélt í nótt ræðu fyr­ir Íslands hönd á lofts­lags­ráðstefn­unni í Kaup­manna­höfn. Hún sagði að lausn lofts­lags­mála þyrfti á hnatt­rænu sam­komu­lagi að halda, sem væri laga­lega bind­andi fyr­ir alla. Ísland væri til­búið að taka á sig um­tals­verðan niður­skurð á los­un gróður­húsaloft­teg­unda á kom­andi árum í sam­vinnu við önn­ur ríki. Í sam­vinnu við Evr­ópu­sam­bandið myndi Ísland vinna að mark­miði um að minnka los­un um allt að 30% til 2020, miðað við 1990, að því gefnu að metnaðarfullt alþjóðlegt sam­komu­lag í lofts­lags­mál­um ná­ist.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá um­hverf­is­ráðuneyt­inu. Þar seg­ir að Svandís hafi bent á þá ógn sem los­un gróður­húsaloft­teg­unda hefði í för með sér fyr­ir höf­in. Súrn­un haf­anna væri dul­inn vandi, sem gæti haft al­var­leg áhrif á líf­ríki hafs­ins, sem væri áhyggju­efni fyr­ir land sem byggði á auðæfum hafs­ins. Vinna þyrfti að lausn vand­ans og reyna að halda hlýn­un loft­hjúps­ins inn­an við 2 gráður frá því fyr­ir iðnbylt­ingu.

Um­hverf­is­ráðherra sagði að Ísland stefndi að því að verða lofts­lagsvænt ríki. Nú þegar sæju end­ur­nýj­an­leg­ir orku­gjaf­ar Íslend­ing­um að fullu fyr­ir raf­magni og hita og stefnt væri að því að hætta notk­un jarðefna­eldsneyt­is fyr­ir bíla og skip. Skóg­rækt og land­græðsla væru mik­il­væg­ar aðgerðir í lofts­lags­mál­um. End­ur­heimt skóga og vot­lend­is væru leiðir til að efla líf­fræðilega fjöl­breytni, auk lofts­lags­ávinn­ings­ins.

Um­hverf­is­ráðherra sagði að Ísland myndi aðstoða þró­un­ar­ríki við að efla aðgerðir til að draga úr lofts­lags­breyt­ing­um og laga sig að af­leiðing­um þeirra. Ný­stofnaður Land­græðslu­skóli Sam­einuðu þjóðanna á Íslandi, auk Jarðhita­skóla S.þ., væru horn­stein­ar í viðleitni Íslands í þessu sam­bandi. Ráðherra benti á mik­il­vægi þess að virkja alla í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Virkja þyrfti kon­ur á öll­um sviðum ákv­arðana­töku og aðgerða. Jafn­rétti kynj­anna í þessu sam­hengi væri ekki aðeins spurn­ing um rétt­læti og sann­girni, held­ur væri það nauðsyn­legt til að ná ár­angri.

Í loka­orðum sín­um sagði Svandís: „Ísland kem­ur hingað til Kaup­manna­hafn­ar til að kynna metnaðarfull mark­mið um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og vilja til að taka þátt í öfl­ugu alþjóðlegu sam­komu­lagi til að draga úr lofts­lags­breyt­ing­um. Augu heims­ins hvíla á okk­ur.

Tím­inn er að renna út. Við yf­ir­gef­um Kaup­manna­höfn brátt. En lofts­lags­vand­inn er ekki á för­um. Ábyrgð okk­ar fylg­ir okk­ur heim. Við verðum að skapa traust. Við eig­um öll erfitt starf fyr­ir hönd­um. Leiðtog­ar, rík­is­stjórn­ir og all­ir íbú­ar jarðar. Vinn­um að lofts­lagsvænni framtíð og sjálf­bærri þróun. Vinn­um sam­an að  betri jörð. Börn framtíðar­inn­ar munu leggja dóm á gjörðir okk­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert