Alþingi samþykkti í dag lög um að landið verði eitt skattumdæmi um áramótin en að fimm skattstofur verði á landinu auk skrifstofu ríkisskattstjóra, þar af verði ein skattstofa á höfuðborgarsvæðinu og fjórar á landsbyggðinni, þ.e. á Vesturlandi/Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi.
Frumvarpið var samþykkt með 21 atkvæði stjórnarliða en 12 þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu atkvæði gegn því.