Á síðasta fundi skipulagsráðs Reykjavíkur var lagt fram bréf byggingarfulltrúa borgarinnar þar sem gerð er tillaga að nýjum götuheitum í Túnahverfi.
Tillagan gerir ráð fyrir að breyta nöfnum á fjórum götum í hverfinu til að minnast þess að árið 1908 voru fjórar konur kjörnar í bæjarstjórn Reykjavíkur, en þær voru fyrstu konurnar sem settust í bæjarstjórnina.
Samkvæmt tillögunni verður nafni Skúlagötu frá Snorrabraut að Höfðatúni breytt og gatan nefnd Bríetartún; Höfðatún milli Laugavegar og Sæbrautar verður nefnt Katrínartún, Sætún milli Borgartúns og Höfðatúns verður nefnt Guðrúnargata og Skúlatún verður að Þórunnartúni.
Sjá nánar um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.