Veðrið það sem af er desember hefur verið einstaklega milt. Samkvæmt upplýsingum Guðrúnar Gísladóttur veðurfræðings hefur meðalhitinn það sem af er desember verið 4,2 stig.
Er það heilum 4,4 stigum ofan við meðallag desembermánaða 1961-1990. Þessi fyrri hluti desember er sá 6. hlýjasti í 60 ár, eða frá árinu 1949.
En nú er veðrið að breytast. Næstu daga spáir Veðurstofan ákveðinni norðanátt. Snjókoma eða él verður á Norður- og Austurlandi en þurrt að mestu sunnan- og vestanlands. Frost verður yfirleitt á bilinu 0 til 8 stig.