Úrsmiðir eiga ekki í deilum segja Michelsen

Frank U. Michelsen í verslun úrsmíðameistarans.
Frank U. Michelsen í verslun úrsmíðameistarans. Kristinn Ingvarsson

Vegna fréttar í DV þann 18. desember  undir fyrirsögninni ,,Úrsmiðir í hár saman" vilja úrsmiðirnir Frank og Róbert Michelsen  taka fram,  að þeir hafa ekki  boðið til sölu úr, sem  sögð eru íslenskt handverk eða hönnun.

Í fréttatilkyningu frá þeim segir að hið rétta sé að Michelsen úrsmiðir fagni nú aldarafmæli á þessu ári. Af því tilefni var ákveðið að framleiða 100 tölusett úr og selja.  Um hönnun úrsins var leitað til erlends  aðila sem Michelsen úrsmiðir hafa lengi átt í farsælum viðskiptum við. Úrið ber höfundi þess merki og líkist öðrum úrum, sem hann hefur hannað til eigin nota á afmörkuðum markaðssvæðum.

Michelsen úrið er með sérvalið svissneskt úrverk og kassa, handgerðar ólar frá Slóveníu og sylgjur frá Þýskalandi.

Val á einstökum hlutum afmælisúrsins byggist á hugmyndum Michelsen úrsmiða um gott og fallegt úr á viðráðanlegu verði að því er segir í fréttatilkynningu.

Michelsen úrsmiðir eiga ekki í neinum útistöðum við aðra úrsmiði vegna framleiðslu og markaðssetningar á afmælisúrinu. Slíkt er hugarburður þeirra sem halda því fram að þeirra sögn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert