Bannað að segja „djók“ á þingi

Tryggvi Þór Herbertsson alþingismaður Sjálfstæðisflokks.
Tryggvi Þór Herbertsson alþingismaður Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Ómar

Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti Alþing­is, gerði at­huga­semd við orðalag Tryggva Þórs Her­berts­son­ar alþing­is­manns í kvöld, en Tryggvi talaði um „eitt lítið djók“ þegar hann lýsti mál­flutn­ingi stjórn­ar­liða.

Tryggvi Þór sagði í andsvari við ræðu Önnu Pálu Sverr­is­dótt­ur, varaþing­manns Sam­fylk­ing­ar, að þegar menn teldu sig vera að laga agn­úa í skatta­kerf­inu með því t.d. að af­nema vísi­tölu­teng­ingu per­sónu­afslátt­ar þá væri það bara „eitt lítið djók“.

Þing­for­seti minnti þing­mann­inn á að menn töluðu ís­lensku í þingsal. Þetta var raun­ar í annað sinn sem Ásta Ragn­heiður gerði at­huga­semd við ræðu Tryggva Þórs, en hann sagði „hún“ þegar hann átti að segja hátt­virt­ur þingmaður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert