Ótvíræð skref fram á við í loftslagsmálum

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég er eig­in­lega bæði," seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra, aðspurð hvort hún sé ánægð eða von­svik­in með lofts­lags­ráðstefn­una í Kaup­manna­höfn, sem lauk í morg­un.

„Það eru von­brigði að ekki náðist laga­lega bind­andi sam­komu­lag, sem var upp­leggið. Þær vænt­ing­ar sem gerðar voru til ráðstefn­unn­ar í aðdrag­anda henn­ar voru mikl­ar, að við fengj­um raun­veru­leg­an samn­ing fyr­ir heims­byggðinga alla. Við höf­um hannn ekki. En þetta er óneit­an­lega skref fram á við og leiðarljós. Von­andi með þeirri niður­stöðu að við get­um landað laga­lega bind­andi sam­komu­lagi á ár­inu 2010," seg­ir Svandís.

Hún seg­ir að til­tölu­lega fá ríki hafi haldið uppi kröft­ugri and­stöðu við text­ann sem átti að verða að samþykkt fund­ar­ins. Hún nefn­ir þar sér­stak­lega Venesúela, Kúbu, Bóli­víu, Súd­an og fleiri lönd. Þrátt fyr­ir að haldn­ir hafi verið sátta­fund­ir í hliðar­her­bergj­um, leiddi það til þess að Lars Lökke Rasmus­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur og fund­ar­stjóri, þurfti að til­kynna í morg­un að sam­eig­in­leg niðurstaða væri í ekki í kort­un­um.

Eft­ir­minni­leg­asta ræðan frá for­sæt­is­ráðherra Maldi­ves-eyja

Svandís seg­ir marg­ar til­finn­ingaþrungn­ar ræður hafa verið haldn­ar, af leiðtog­um þjóða sem mest eiga und­ir því að yf­ir­borð sjáv­ar hækki ekki. Eft­ir­minni­leg­ust hafi verið ræða for­sæt­is­ráðherra Maldi­ves-eyja (þar sem meðalhæð lands yfir sjó er einn og hálf­ur metri). Hann hafi grát­beðið bræður sína og syst­ur í fyrr­nefnd­um ríkj­um að standa ekki í vegi fyr­ir því að áformin gætu orðið að veru­leika.

Niðurstaðan varð engu að síður sú að leggja text­ann fram sem „sam­komu­lag" fund­ar­ins en ekki „samþykkt". Það þýðir að í upp­hafi text­ans er ekki talað um alla full­trúa á fund­in­um, held­ur nöfn þeirra ríkja sem vilja skrifa und­ir hann sett í haus text­ans. Þau ríki sem ekki vildu setja sitt nafn á þann lista eru þá ekki skuld­bund­in.

„Þetta er ekki laga­lega bind­andi sam­komu­lag og ekki eins metnaðarfullt að öllu leyti og maður hefði viljað sjá. En sann­ar­lega skref í rétta átt, sem er til bóta. Þarna eru mjög stór þró­un­ar­ríki að leggja til sam­drátt í los­un og þarna eru Banda­rík­in að koma að borðinu í fyrsta sinn með fyr­ir­heit um sam­drátt. Það má því segja að þess­ir stóru drætt­ir séu mik­il­væg­ast­ir, ef við ber­um þetta sam­an við Kyoto-bók­un­ina, sem varðaði bara þrjá­tíu pró­sent los­un­ar í heim­in­um, sem er mjög lít­ill hluti," seg­ir Svandís.

Tvær gráður nokkuð sem Ísland hef­ur talað fyr­ir lengi

Aðspurð hvaða áhrif niðurstaða fund­ar­ins hafi á Ísland og Íslend­inga seg­ir Svandís að niðurstaðan um að stefna eigi að því að hlýn­un jarðar fari ekki yfir tvær gráður að meðaltali, sé tala sem Íslend­ing­ar hafi talað fyr­ir mjög lengi. Ísland taki þátt í að styðja hana í þessu nýja Kaup­manna­hafn­ar­sam­komu­lagi.

Ekk­ert hafi hins veg­ar breyst gagn­vart Íslandi frá því sem áður hef­ur verið til­kynnt. Að Íslend­ing­ar verði þátt­tak­end­ur í því los­un­ar­mark­miði sem ESB set­ur sér, sem sé allt að 30% fyr­ir svæðið í heild.

„Okk­ar ís­lenska samn­inga­nefnd hef­ur haldið vel á mál­um þannig að okk­ar áherslu­mál­um er haldið til haga, en sum þeirra eru þeirr­ar gerðar og þannig staðsett í textum að þau koma ekki til staðfest­ing­ar eða fulln­ustu fyrr en þegar laga­lega bind­andi sam­komu­lag næst. Það er þegar fyrsta skuld­bind­ing­ar­tíma­bili Kyoto-bók­un­ar­inn­ar lýk­ur og von­andi nýtt alþjóðlegt sam­komu­lag tek­ur við," seg­ir Svandís.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert