Gagnrýna vinnubrögð við skattlagningu

Þingfundur hefur verið á Alþingi í allan dag.
Þingfundur hefur verið á Alþingi í allan dag. Heiðar Kristjánsson

Alþingi samþykkt skattafrum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar við aðra umræðu með 29 gegn 23. Stjórn­ar­andstaðan gagn­rýndi vinnu­brögð rík­is­stjórn­ar­inn­ar harðlega við af­greiðslu frum­varps­ins.

Við aðra umræðu um frum­varpið kom fram til­laga frá meiri­hluta efna­hags- og skatta­nefnd­ar að hætta við áform um að taka upp 14% þrep í virðis­auka­skatt­s­kerf­inu. Jafn­framt var gerð til­laga um að hækka hærra þrepið um 0,5% pró­sentu­stig. Hærra skattþrepið verður því 25,5%. Stjórn­ar­and­stæðing­ar sögðu það til bóta að hætta við 14% þrepið. Það hefði verið ein­róma mat þeirra sem komu fyr­ir nefnd­ina að það væri slæmt að vera með þrjú þrep í virðis­auka­skatti.

Stjórn­ar­and­stæðing­ar bentu hins veg­ar á að eng­ar umræður hefðu farið fram í efna­hags- og skatta­nefnd um þessa breyt­ingu og málið væri allt unnið í mikl­um flýti. Birk­ir Jón Jóns­son, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks, sagðist telja lík­legt að mis­tök leynd­ust í þessu frum­varpi þar sem menn hefðu ekki gefið sér tíma til að fara vand­lega yfir það.

Pét­ur H. Blön­dal, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði að of langt væri gengið í skatt­lagn­ingu. Hægt væri að ganga svo langt að skatt­stofn­inn minnkaði og eng­inn tekju­aukn­ing yrði hjá rík­is­sjóði. Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður VG, svaraði gagn­rýni á þess­ar skatta­hækk­an­ir og sagði að með því að auka skatta væri kom­ist hjá því að skera niður í vel­ferðarþjón­ust­unni.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra sagði ekki rétt sem þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar héldu fram að Ísland yrði með hæsta virðis­auka­skatt í heimi. Hann sagði að hlut­falls­lega væri Ísland ekki með hæsta virðis­auka­skatt­inn. Mjög stór hluti af neyslu­varn­ingi heim­il­anna væri í 7% þrepi og í mörg­um lönd­um væri þetta þrep mun hærra en á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert