Heimsins hæsti skattur

Hvergi í heim­in­um verður hærri virðis­auka­skatt­ur en hér á landi verði til­lög­ur sem meiri­hlut­inn í efna­hags- og skatta­nefnd Alþing­is lagði fram í gær­kvöldi að veru­leika.

Til­lög­urn­ar fela í sér að fallið verði frá fyrri hug­mynd­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar um þriggja þrepa virðis­auka­skatt. Vör­ur sem sam­kvæmt ný­fram­lögðu frum­varpi áttu að bera 14% virðis­auka­skatt, svo sem veit­inga­starf­semi og sykraðar vör­ur, munu áfram bera 7% vask.

Hins veg­ar hækk­ar hæsta skattþrepið í 25,5%, en ekki 25% eins og frum­varpið gerði ráð fyr­ir. Hvergi í heim­in­um er hærri virðis­auka­skatt­ur en 25%, en í Dan­mörku, Ung­verjalandi, Svíþjóð, Nor­egi og Bras­il­íu bera ýms­ar vör­ur svo háan vask.

„Það hef­ur komið fram mik­il gagn­rýni á aukið flækj­u­stig með nýju skattþrepi,“ seg­ir Helgi Hjörv­ar, formaður efna­hags- og skatta­nefnd­ar. Hann úti­lok­ar þó ekki að ráðist verði í fjölg­un skattþrepa síðar meir.

„Á milli umræðna hafa komið fram upp­lýs­ing­ar um að virðis­auka­skatt­ur­inn skili held­ur hærri tekj­um en gert var ráð fyr­ir í frum­varp­inu,“ seg­ir Helgi. Sam­kvæmt út­reikn­ing­um sér­fræðinga hjá fjár­málaráðuneyt­inu gefi þessi nýja leið rík­is­sjóði sömu tekj­ur og sú leið sem lögð var til í frum­varp­inu.

Pét­ur H. Blön­dal, sem sit­ur í efna­hags- og skatta­nefnd fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk, seg­ist gáttaður á breyt­ing­ar­til­lög­um meiri­hlut­ans. Hann seg­ir að mik­il hætta sé á því að skatt­hlut­fallið sé nú þegar orðið það hátt að aukið skatt­hlut­fall þýði að ríkið fái minni tekj­ur en fengj­ust með lægra skatt­hlut­falli.

„Það eru ýms­ar ástæður sem geta orðið til þess að skatt­stofn­inn minnk­ar. Það ger­ist t.d. með því að ákveðinn rekst­ur leggst af, ann­ar rekst­ur minnk­ar, og skattsvik aukast,“ seg­ir Pét­ur.

Þá ger­ir hann al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við meðferð máls­ins. Nefnd­in hafi ekki fengið nema ör­fá­ar mín­út­ur til að ræða breyt­ing­ar­til­lög­urn­ar og þeim fylgdu hvorki um­sagn­ir sér­fræðinga né álit frá hags­munaaðilum.

  • Leggja til að hæsta þrep hækki í 25,5% · Hvergi í heim­in­um er virðis­auka­skatt­ur hærri ·Aukið flækj­u­stig gagn­rýnt, seg­ir Helgi Hjörv­ar ·Pét­ur H. Blön­dal gáttaður á breyt­ing­un­um
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert