Hlutabréf í 365 einskis virði samkvæmt verðmati

Merki 365 miðla.
Merki 365 miðla.

Hlutafé 365 miðla er verðlaust samkvæmt verðmati sem unnið var fyrir þrotabú Fons. Fons var áður í eigu athafnamannsins Pálma Haraldssonar, en félagið átti 26,12% hlut í Rauðsól ehf., sem keypti fjölmiðlahluta 365 miðla í nóvember á síðasta ári.

Í kjölfar gjaldþrots Fons voru sérfræðingar fengnir til þess að útbúa verðmat á eignarhlut félagsins í Rauðsól. Niðurstaða þess var að eignarhluturinn er einskis virði. Skiptastjóri Fons sagði í samtali við Morgunblaðið að söluverð hlutarins hefði verið þrotabúinu mjög hagstætt miðað við verðmatið á félaginu.

Þegar Rauðsól keypti fjölmiðlahluta 365 í nóvember 2008 nam kaupverðið 1,5 milljörðum króna, auk þess sem tekin var yfir 4,4 milljarða rekstrarskuld. Eftir að samruni Rauðsólar og 365 tekur gildi mun Rauðsól verða leyst upp og skuldirnar sitja eftir í fjölmiðlafyrirtækinu. Eftir samrunann munu vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins nema 4,6 milljörðum króna.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert