Joly bjartsýn á árangur af rannsókn saksóknara

Eva Joly
Eva Joly

Ráðgjafi embættis sérstaks saksóknara í rannsókninni á bankahruninu, Eva Joly, segist viss um að starf hans muni bera góðan árangur. Fólk verði að taka á þolinmæðinni en stutt sé í verulegan árangur. Joly verður að þessu sinni hér á landi í þrjá daga.

„Það tók sinn tíma að koma öllu þessu öfluga liði á laggirnar. En nú höfum við þrjá nýja saksóknara sem er mjög mikilvægt, starfsliðið er fínt en fleiri verða ráðnir.“

Hún segist ekki vita enn hve miklar fjárhæðir geti verið um að tefla í brotamálum sem búast má við að komi fyrir dómstóla. En það séu „gríðarlegar fjárhæðir“, segir Joly. Rætt er við hana í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert