Eva Joly, rannsóknardómari og ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins, áritaði bók sína í Eymundsson í dag, en hún hefur verið hér á landi síðan á miðvikudaginn.
Mikil ásókn var í að fá áritanir Evu Joly. Fylltist verslunin nánast af fólki. Joly sat við borð innst í búðinni og náði röðin, sem var þreföld, frá borði hennar alveg út á götu á tímabili.
Líklegt má telja að ekki hafi verið mikið færri í Eymundsson til að fá áritun Evu Joly klukkan tvö, heldur en voru á Austurvelli að mótmæla slæmum kjörum heimilanna klukkan þrjú.