Mótmæla slæmum kjörum heimilanna á Austurvelli

Mótmælafundur stendur nú yfir á Austurvelli.
Mótmælafundur stendur nú yfir á Austurvelli. Mbl.is/Árni Sæberg

Mótmælafundur Hagsmunasamtaka heimilanna og Nýs Íslands stendur nú yfir á Austurvelli og hófst klukkan þrjú. Þetta er fjórði fundurinn sem samtökin halda, gegn tregðu stjórnvalda og aðgerðarleysi varðandi lánakjör heimilanna.

Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á staðnum laust upp úr þrjú voru á annað hundrað manns mætt á staðinn. Mjög kalt er í Reykjavík í dag því var meira um að fólk slægi sér til hita heldur en að það berði í búsáhöld.

Fundurinn hófst á því að Ellen Kristjánsdóttir tók lagið ásamt Pétri Ben, og Kristján Hreinsson flutti ljóð. Einnig var auglýst fyrirfram að Bjarki Steingrímsson, stjórnarmaður í VR myndi flytja ræðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert