Svandís: Skref í rétta átt

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. Kristinn Ingvarsson

Niður­stöður lofts­lags­ráðstefn­unn­ar í Kaup­manna­höfn eru já­kvæðar í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um þótt skrefið sé lítið, að mati Svandís­ar Svavars­dótt­ur um­hverf­is­ráðherra sem sótti fund­inn fyr­ir Íslands hönd. Svo seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu vegna ráðstefn­unn­ar. 

Í til­kynn­ing­unni seg­ir m.a: „Ísland hef­ur burði til að vera fyr­ir­mynd­ar­ríki í aðgerðum gegn lofts­lags­breyt­ing­um vegna notk­un­ar end­ur­nýj­an­legr­ar orku og mik­illa mögu­leika á bind­ingu kol­efn­is í gróðri og jarðvegi og einnig vegna fjöl­margra áhuga­verðra verk­efna á sviði lofts­lagsvænn­ar tækni og út­flutn­ings á þekk­ingu. Marg­ar aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ing­um eru auk þess hag­kvæm­ar eða hafa ann­an ávinn­ing í för með sér, s.s. minnk­un á heilsu­spill­andi meng­un og end­ur­heimt land­gæða. Halda þarf til haga því sem vel hef­ur verið gert á sviði lofts­lags­mála á Íslandi og grípa til aðgerða til að minnka nettó­los­un þar sem þess er þörf.
Ljóst er þó að aðgerðir Íslands til að draga úr nettó­los­un gróður­húsaloft­teg­unda mega sín lít­ils nema þær séu hluti af hnatt­rænu átaki til lausn­ar lofts­lags­vand­an­um. Þátt­taka í lofts­lags­samn­ingi Sam­einuðu þjóðanna er horn­steinn í lofts­lags­stefnu Íslands og ís­lensk stjórn­völd munu vinna að því að koma á bind­andi samn­ingi um aðgerðir í lofts­lags­mál­um í kjöl­far niður­stöðu Kaup­manna­hafn­ar­fund­ar­ins.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka