Þó að hækkunin á efra þrepi virðisaukaskattsins sé meiri en til stóð í upphafi þá segir fjármálaráðherra að hann telji að hún sé ásættanleg enda haldist lægra þrepið lágt. Þar er að finna nauðsynjavörur á borð við matvæli.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu að hann væri ágætlega bjartsýnn á að íslenskur efnahagur rétti þokkalega úr sér um mitt næsta ár. Hann segir að horfurnar séu batnandi með lægri vöxtum og stöðugleika í gengi Krónunnar.