Lést í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi

mbl.is

Annar mannanna sem létust í umferðarslysi á föstudag, á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnes, hét Björn Björnsson. Hann var á sextugasta og þriðja aldursári og búsettur í Hafnarfirði. Hann lætur eftir sig tvö börn og tvö uppeldisbörn.

Ekki er tímabært að greina frá nafni hins mannsins sem lést. Sá þriðji, sem var farþegi í öðrum bílnum, liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans og er honum haldið sofandi í öndunarvél.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka