Samtökin Nýtt Ísland boða til bílamótmæla í hádeginu á morgun. Ætlunin er að mótmæla fyrir utan starfsstöðvar helstu bílalánafyrirtækja í landinu, á þriðjudögum í vetur. „Flautað verður stanslaust í 3 mínútur fyrir utan hvert þeirra. Aðgerðir eru boðaðar alla þriðjudaga kl 12:00 eða þar til réttlátar leiðréttingar vegna höfuðstólshækkunar bílasamninga bílalánafyrirtækjanna gagnvart lántakendum verður mætt. Munið að hlaða rafgeymana," segir í tilkynningu frá Nýju Íslandi.
Fram kemur að mótmælin byrji klukkan tólf við Íslandsbanka á Kirskjusandi, en eftir það verði haldið að höfuðstöðvum SP-fjármögnunar, síðan að Avant, þá Tryggingamiðstöðinni og svo Lýsing og Frjálsi fjárfestingabankinn.
„Það tók ekki nema 15 mínútur að verja fjármaagnseigendur í hruninu. Almenningur á heimtingu á að það sama gildi um bíla lántakendur," segir í tilkynningunni. Lestarstjóri verður Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.