Munur á Björgólfi og Högum

Gylfi Arnbjörnsson.
Gylfi Arnbjörnsson. Rax / Ragnar Axelsson

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir greinarmun vera á aðkomu Björgvins Thors Björgólfssonar, eins stærsta eiganda Verne Holding sem hyggst reisa gagnaver á Suðurnesjum, að fjárfestingum hér á landi eftir efnahagshrunið og mögulegum afskriftum í bankakerfinu á lánum svokallaðra útrásarvíkinga til þess að fyrirtæki í þeirra eigu geti verið rekstrarhæf.

Fjárfesting Verne sé ný af nálinni – nýtt samstarf með nýjum skuldbindingum – en í hinum tilfellunum sé verið að reyna að bjarga verðmætum, sem gætu síðar gengið upp í mögulegar skaðabótakröfur. Alþingi verður að leggja m.a. bönkunum leiðsögn í hvar mörkin liggja og hér sé að hans mati gengið of langt.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert