Svanur lifði nóttina ekki af

Svanurinn á sundi í Kópavogslöginni í gær. Myndin er af …
Svanurinn á sundi í Kópavogslöginni í gær. Myndin er af vef lögreglunnar.

Svanur, sem synti innan um sundlaugargesti í Kópavogssundlauginni í gær, var fluttur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í gær. Samkvæmt upplýsingum þaðan drapst fuglinn í nótt.

Svanurinn lenti skyndilega á einni brautinni í lauginni í gær og tók til við að synda fram og til baka án þess að hirða um laugargestina. Lögreglan var kölluð til en lögreglumennirnir voru kallaðir í annað verkefni og þurftu frá að hverfa. Starfsmenn sundlaugarinnar handsömuðu þá svaninn og var honum komið í Fjölskyldu og húsdýragarðinn.

Að sögn dýrahirðis var fuglinn magur og máttlítill þegar þangað kom og lifði nóttina ekki af.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert