Um 3% þjóðarinnar fá aðstoð

Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja koma að því að aðstoða þá …
Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja koma að því að aðstoða þá sem minna mega sín í íslensku þjóðfélagi. mbl.is/Golli

Alls hafa tæplega 3.600 leitað til jólaaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar, Reykjavíkurdeildar RKÍ og Mæðrastyrksnefndar og eru umsóknirnar þegar orðnar 500 fleiri en í fyrra. Konur eru 61% þeirra sem hafa leitað eftir aðstoð fyrir jólin eða 2.172 talsins. 43% umsækjenda eru öryrkjar en 21% er á atvinnuleysisskrá. 15% umsækjenda eru á vinnumarkaði.

Af þeim 3.568 einstaklingum sem þegar hafa leitað eftir aðstoð þá eru 2.429 á aldrinum 20-49 ára.

Miðað við meðalfjölskyldustærð gæti úthlutun í ár náð til um 10 þúsund einstaklinga eða 3% þjóðarinnar, samkvæmt upplýsingum frá jólaaðstoðinni. Þar er gert ráð fyrir því að umsóknirnar verði jafnvel um 3.900 talsins í ár en á bak við hverja umsókn eru oft margir einstaklingar. Meðalfjölskyldan er að mati Hagstofunnar 2,7 einstaklingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert