Verktakar á Austurvöll

Verktakar efna til mótmæla í dag og beinast þau gegn stjórnvöldum. Þeir sem standa að aðgerðunum skora á þingheim að ráðast þegar í stað í arðbærar framkvæmdir til þess að koma hjólum atvinnulífsins í gang.

Hilmar Konráðsson, forstjóri Verktaka Magna og talsmaður mótmælenda, segir að staða verktaka um þessar mundir sé alvarleg og að engin önnur starfsgrein hafi orðið fyrir jafn miklum samdrætti og jarðvinnu- og byggingariðnaðurinn.

Þegar góðærið var í hámarki voru tæplega 18 þúsund störf í þessum geira en í dag telur hann ekki ósennilegt að þau séu einungis um 5 þúsund.

Mótmælendur hyggjast aka á vinnutækjum sínum frá Hafnarfirði klukkan 13.45 að Austurvelli en þar er ráðgert að afhenda fjárlaganefndarmönnum áskorun um úrbætur.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert