Verktakar fjölmenna á Austurvöll

Vinnuvélar við Alþingi
Vinnuvélar við Alþingi mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjöldi verktaka er kominn niður í bæ en þeir efna til mótmæla á Austurvelli í dag. Mótmælendur hyggjast afhenda fjárlaganefnd Alþingis áskorun um að ráðast þegar í stað í arðbærar framkvæmdir til þess að koma hjólum atvinnulífsins í gang.  Hilmar Konráðsson, forstjóri Verktaka Magna og talsmaður mótmælenda, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að staða verktaka um þessar mundir sé alvarleg og að engin önnur starfsgrein hafi orðið fyrir jafn miklum samdrætti og jarðvinnu- og byggingariðnaðurinn. Þegar góðærið var í hámarki voru tæplega 18 þúsund störf í þessum geira en í dag telur hann ekki ósennilegt að þau séu einungis um 5 þúsund.  Hilmar segir að vertakarnir sem standa að mótmælunum vilji að fjárveitingar ríkissjóðs til framkvæmda verði auknar þar sem engar nýjar framkvæmdir séu ráðgerðar samkvæmt fjárlögum.

Mótmælaaksturinn fer fram í samstarfi við lögreglu og segir Hilmar ætlunina ekki vera að trufla almenna umferð. Menn vilji með akstrinum sýna að að baki vinnuvélunum standi fólk sem eigi fjölskyldur og vilji eiga sér framtíð hér á landi.

Löng röð atvinnutækja á leið að Alþingi
Löng röð atvinnutækja á leið að Alþingi mbl.is/hag
Vinnutæki í miðbænum
Vinnutæki í miðbænum mbl.is/Ómar Óskarsson
Sturla Jónsson og Birgitta Jónsdóttir
Sturla Jónsson og Birgitta Jónsdóttir mbl.is/Ómar Óskarsson
Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, ræðir við fréttamenn.
Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, ræðir við fréttamenn. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert