Vín úr íslenskri belju

Bændamarkaður Frú Laugu opnaði í ágúst síðastliðnum við Laugalæk í Reykjavík en þar eru seldar landbúnaðarafurðir beint frá þeim býlum sem Frú Lauga er í samvinnu við.

Uppátækið hefur fengið góðar viðtökur og á aðventunni hefur stemningin á markaðinum verið mikil enda segja eigendurnir augljóst að fólk sækist æ meira eftir því sem íslenskt er.

Bændamarkaðurinn sækir nafn sitt annars vegar til hverfisins, Laugarneshverfissins, Laugardalsins og götunnar Laugalæks sem hann stendur við, en hins vegar eiga þrjár af fjórum ömmum eigendanna sinn hlut í nafninu en þær heita Sigurlaug, Áslaug og Guðlaug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert