Vín úr íslenskri belju

00:00
00:00

Bænda­markaður Frú Laugu opnaði í ág­úst síðastliðnum við Lauga­læk í Reykja­vík en þar eru seld­ar land­búnaðar­af­urðir beint frá þeim býl­um sem Frú Lauga er í sam­vinnu við.

Uppá­tækið hef­ur fengið góðar viðtök­ur og á aðvent­unni hef­ur stemn­ing­in á markaðinum verið mik­il enda segja eig­end­urn­ir aug­ljóst að fólk sæk­ist æ meira eft­ir því sem ís­lenskt er.

Bænda­markaður­inn sæk­ir nafn sitt ann­ars veg­ar til hverf­is­ins, Laug­ar­nes­hverf­iss­ins, Laug­ar­dals­ins og göt­unn­ar Lauga­læks sem hann stend­ur við, en hins veg­ar eiga þrjár af fjór­um ömm­um eig­end­anna sinn hlut í nafn­inu en þær heita Sig­ur­laug, Áslaug og Guðlaug.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert