Baugsféð uppurið

Fyrrum höfuðstöðvar Baugs sem var einn helsti bakhjarl Hins íslenska …
Fyrrum höfuðstöðvar Baugs sem var einn helsti bakhjarl Hins íslenska bókmenntafélags í góðærinu. mbl.is/Sæberg

Útlit er fyr­ir að út­gáfa Hins ís­lenska bók­mennta­fé­lags drag­ist sam­an á næsta ári enda nýt­ur fé­lagið ekki leng­ur stuðnings auðmanna við út­gáf­una, að sögn Sig­urðar Lín­dals for­seta fé­lags­ins. Baug­ur lagði fé­lag­inu til 19 millj­ón­ir króna þegar góðærið stóð sem hæst.

Breytt stað bók­mennta­fé­lags­ins er hluti af stærri heild þar sem fjöl­marg­ar menn­ing­ar­stofn­an­ir hafa þurft að draga sam­an segl­in í kjöl­far þess að fyrr­um bak­hjarl­ar fóru illa út úr fjár­mála­hrun­inu.

Innt­ur eft­ir því hvers vegna fé­lagið hafi leitað til Baugs seg­ir Sig­urður að styrkja hafi verið leitað víða. Hins veg­ar hafi aðeins Baug­ur og Lands­bank­inn orðið við styrkt­ar­beiðninni á sín­um tíma og síðar­nefnda fyr­ir­tækið gerst sér­stak­ur bak­hjarl lær­dóms­rit­anna sem séu orðin 75 að tölu. Fram­lag bank­ans hafi numið einni og hálfri millj­ón króna á ári.

„Við höf­um minnt Nýja Lands­bank­ann á þetta en ég veit ekk­ert um und­ir­tekt­ir enn þá. En auðvitað er þetta barn­ing­ur því að staðreynd­in er sú að öll fræðirit, bæði hér á landi og í ná­læg­um lönd­um, svona veiga­meiri fræðirit, eru kostuð af annað hvort op­in­ber­um aðilum eða einkaaðilum, eða sér­stök­um sjóðum.

Þau eru ekki markaðsvara í bók­staf­leg­um skiln­ingi. Þetta er lang­tíma­markaður og með þeim vöxt­um sem eru er ljóst að það er al­veg vita von­laust að gefa slíkt út án styrkja.“

Þekkti aðeins Hrein Lofts­son

- Hvað kom til að Baug­ur fór að styrkja fé­lagið?

„Það er ekk­ert leynd­ar­mál. Ég sneri mér til tveggja aðila, Baugs og Lands­bank­ans, og kannaði hvort þeir vildu styðja okk­ur. Það var ekk­ert öðru­vísi. Ég þekki öngv­an mann hjá Baugi nema lög­fræðing­inn Hrein Lofts­son [...] Þetta er ekk­ert annað en það að það er stund­um sagt að það eigi að leita til at­vinnu­lífs­ins og að það eigi að styðja menn­ing­una.

Ég hef leitað til ým­issa fleiri en ekki fengið und­ir­tekt­ir. Ég hef leitað í ýms­ar átt­ir og þyrfti að kanna bréfa­skrift­ir mín­ir til að rifja það upp. Þetta er það sem að all­ir gera.“

Nýtt til að grynnka á skuld­un­um

Aðspurður í hvað féð frá Baugi hafi farið seg­ir Sig­urður það hafa farið í að „grynnka á skuld­um og ýta und­ir þau rit sem fé­lagið hafi verið að gefa út und­an­farið“.

- Hversu miklu mun­ar að vera ekki leng­ur með þetta fé frá Baugi?

„Það nátt­úru­lega mun­ar því að við verðum að draga eitt­hvað sam­an á næsta ári. Mér þætti það ekk­ert ótrú­legt. En ef þjóðin vill mennt­ast erum við í góðum mál­um en mér sýn­ist hún frek­ar vilja afþrey­ing­una.“

- Það eru eng­ar vís­bend­ing­ar um að það séu að koma aðrir og jafn öfl­ug­ir bak­hjarl­ar inn í þetta?

Ég sé það nú ekki fyr­ir mér og svo hef­ur ríkið skorið okk­ur held­ur hressi­lega niður. Við vor­um síðast með 8 millj­ón­ir. Og þá verð ég að benda á eitt. Við lát­um skóla­kerfið hafa mikið af les­efni en því miður get­um við ekki selt eins mikið [og við þyrft­um] því það er ljós­ritað mis­kunn­ar­laust úr bók­un­um og jafn­vel skannað án okk­ar leyf­is.“

Lær­dóms­rit­in hafa um margt verið flagg­skip fé­lags­ins en aðspurður um kostnaðinn við að þýða hvert verk seg­ir Sig­urður hann mjög mis­jafn­an.

Dæmi séu um að þýðing­ar séu unn­ar ókeyp­is og bend­ir Sig­urður á að erf­ingj­ar Sverr­is Kristjáns­son­ar hafi gefið fé­lag­inu út­gáfu­rétt­inn að þýðingu hans á komm­ún­ista­ávarp­inu.

Fjöl­breytt út­gáfa

Aðspurður um jóla­vertíðina í ár nefn­ir Sig­urður að X. bindi Sögu Íslands hafi komið út í ár og XIII. og XIV. bindi Kirkju­sögu Íslands. Þær síðar­nefndu séu dýr­ar bæk­ur sem fé­lagið myndi ekki ráða við eitt og sér. 

Þá beri að nefna ritið Rússa sög­ur og Ig­ors kviðu, Shakespeare á meðal vor eft­ir Jan Kott í þýðingu Helga Hálf­dán­ar­son­ar, Stjórn­mál og bók­mennt­ir eft­ir Geor­ge Orwell og bók um arki­tekt­inn Man­freð Vil­hjálms­son.

Prófessor Sigurður Líndal.
Pró­fess­or Sig­urður Lín­dal. mbl.is/Ó​mar
Kommúnistaávarpið var gef út sem lærdómsrit.
Komm­ún­ista­ávarpið var gef út sem lær­dóms­rit.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert