Brýtur ekki í bága við Icesave

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. mbl.is/Kristinn

Efna­hags- og viðskiptaráðuneytið seg­ir það mis­skiln­ing að frum­varp efna­hags- og viðskiptaráðherra um inn­stæðutrygg­ing­ar og trygg­inga­kerfi fyr­ir fjár­festa geti ekki orðið að lög­um þar sem það brjóti gegn Ices­a­ve-samn­ingn­um líkt og haldið hafi verið fram í fjöl­miðlum í dag.

„Fjöl­miðlar hafa í dag fjallað um skýrslu bresku lög­mannstof­unn­ar Mischon de Reya sem vann álit fyr­ir fjár­laga­nefnd vegna umræðna á Alþingi um frum­varp fjár­málaráðherra varðandi rík­is­ábyrgð á lán­töku Trygg­inga­sjóðs inn­stæðueig­enda og fjár­festa (TIF).

Full­yrt hef­ur verið að frum­varp efna­hags- og viðskiptaráðherra um inn­stæðutrygg­ing­ar og trygg­inga­kerfi fyr­ir fjár­festa geti ekki orðið að lög­um þar sem lög­manns­stof­an kom­ist að þeirri niður­stöðu að lána­samn­ing­ur TIF við breska og hol­lenska fjár­málaráðuneytið leyfi ekki að ís­lenska ríkið stofni nýj­an inn­stæðutrygg­inga­sjóð.

Hér gæt­ir mik­ils mis­skiln­ings á eðli frum­varps­ins um TIF og niður­stöðu Mischon de Reya sem vert er að leiðrétta.

Fyrst ber að geta þess að lög­manns­stof­an kemst að þeirri niður­stöðu að skv. grein 12.1.10 í samn­ingi TIF valdi það samn­ings­rofi ef trygg­inga­sjóður­inn yrði leyst­ur upp eða hon­um lokað eða ef ein­hver breyt­ing er gerð á ís­lensk­um lög­um sem ylli því að TIF gegndi ekki hlut­verki trygg­inga­sjóðs inn­stæðueig­enda í Lands­banka Íslands hf (LÍ).

Breyt­ing­ar á lög­um um TIF sem breyta engu um ábyrgð gagn­vart inn­stæðueig­end­um LÍ og aðeins varða trygg­ing­ar inn­stæðueig­enda í öðrum bönk­um sem starf­andi eru á Íslandi falla því eðli máls­ins sam­kvæmt ekki und­ir ákvæði þess­ar­ar grein­ar. Í öðru lagi sést glögg­lega á frum­varpi efna­hags- og viðskiptaráðherra að í því eru ekki fólgn­ar breyt­ing­ar á hlut­verki TIF gagn­vart inn­stæðueig­end­um þar sem þegar hef­ur mynd­ast greiðslu­skylda, þar með töld­um LÍ. Öll ákvæði lag­anna sem varða þess­ar inn­stæður verða enn í fullu gildi," að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá efna­hags- og viðskiptaráðuneyt­inu.

Ætl­un­in er að skipta trygg­inga­sjóðnum í tvær deild­ir. A-deild verður fjár­mögnuð með iðgjöld­um starf­andi inn­láns­stofn­ana og verður því bak­hjarl fjár­mála­kerf­is­ins til framtíðar.

B-deild­in tek­ur við nú­ver­andi skuld­bind­ing­um sjóðsins. Verður B-deild lögð niður þegar greiðslu skuld­bind­inga henn­ar er lokið vegna ábyrgða sem fallið hafa á inn­stæðudeild sjóðsins fyr­ir gildis­töku lag­anna.

„Ljóst er því að eng­ar breyt­ing­ar verða á hlut­verki og skyld­um TIF gagn­vart inn­stæðueig­end­um í LÍ. Þær breyt­ing­ar sem boðaðar eru í frum­varpi um inn­stæðutrygg­ing­ar breyta engu um hlut­verk nú­ver­andi trygg­inga­sjóðs en stofn­un nýrr­ar deild­ar trygg­inga­sjóðsins og fjár­mögn­un henn­ar verður al­menn­ingi og inn­láns­stofn­un­um ótví­rætt til hags­bóta.

Kröfu­haf­ar í þrota­bú föllnu bank­anna eiga ekki síður mikið und­ir því að rekst­ur nýju bank­anna og fjár­mögn­un með inn­lán­um standi traust­um fót­um. Eng­in ástæða er því til ann­ars en að ætla að kröfu­haf­ar fagni því að inn­stæðutrygg­inga­kerfið verði treyst í sessi," sam­kvæmt til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert