„Það er ekki hægt að líta framhjá þeim alvarlegu varnarorðum sem þarna eru sett fram,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forsætisráðherra um hugmyndir lögmannsstofanna Ashurst og Mishcon de Reya um hvað gerist ef Alþingi hafnar Icesave-samningunum.
„Þegar menn heyra þetta frá einhverjum öðrum en mér, sem hefur verið sakaður um hræðsluáróður og hótanir, þá kannski leggja menn við hlustir.“
Hann segir álitin tvö ekki breyta neinu um grundvallaratriði málsins. „Það má halda því fram að þau styrki allt eins málflutning þeirra sem telja þetta ásættanlega samninga eins og hinna sem gera það ekki.“
Steingrímur segir að athugasemd Mishcon de Reya þess efnis að samningurinn sé ekki nægilega skýr, stafi að sögn lögfræðinga ráðuneytisins að hluta af því að lögmannsstofan hafi ekki skoðað hliðarsamninga í málinu.